Not the happy camper
Jæja, dagarnir í gær og í dag hafa verið svona frekar daprir, nema þá að ég eyddi miklum tíma með Matthíasi sem var alveg frábært.
Í gær fékk ég svo heiftarlegt vöðvabólgutilfelli með tilheyrandi höfuðverk og ógleði. Ég hélt hreinlega að ég væri að deyja. Mér hefur sjaldan liðið eins illa. Ég fékk íbúfen hjá Mána kunningja mínum hérna nálægt sem sló á það mesta, en það tók mest allan daginn að losna við þetta helv... Í dag hef ég verið ansi aumur í öxlunum og ferlega slappur, en þó laus við ógleðina og hausverk. Ég lét lækni kíkja á mig í dag á sama tíma og ég fór með Matthías út af hans krankleika. Samkvæmt lækninum þá er ég alveg ofurspenntur og fékk bólgueyðandi og ráð. Matthías sem betur fer er ekki með eyrnabólgu eins og við Sólrún óttuðumst og mun líklega ná sér fljótlega. Hann hefur hóstað úr sér öll helstu líffæri að auki síðustu daga. Frekar ljótur hósti, en það á víst að lagast líka samkvæmt lækninum.
Ég fékk svo að vita það að ég kæmi ekki til greina í stöðu hjá Kaupþingi í dag. Ég fór í símaviðtal þar á þriðjudag og satt að segja var nokkuð vongóður eftir það símtal. Satt að segja bara nokkuð bjartsýnn, en alveg eins og íslenska landsliðið þegar það er 8 mörkum yfir þá var þetta of gott til að vera satt. Ég er hálfdapur í dag og finnst mér ég vera síðasti kalkúnninn í borðinu. Hund, hundleiðinlegt ástand. Ég þarf að rífa mig upp aftur eða eins og pabbi sagði "rétta úr kryppunni".
Fólk hefur keppst við að segja mér að þetta komi og ég kann vel að meta það, en satt að segja þá finnst mér ég nú ekki hafa of mikla trú á því þessa dagana. Ég hef fengið eiginlega of mörg "nei" upp á síðkastið. Sjálfsagt margir í verri stöðu en ég, en mér líður samt illa yfir þessu öllu saman.
Þannig að í dag ætla ég að leyfa mér að vorkenna sjálfum mér til hins ýtrasta og jafnvel ítrasta og sleikja sárin.
Lifið heil!
Arnar Thor
Í gær fékk ég svo heiftarlegt vöðvabólgutilfelli með tilheyrandi höfuðverk og ógleði. Ég hélt hreinlega að ég væri að deyja. Mér hefur sjaldan liðið eins illa. Ég fékk íbúfen hjá Mána kunningja mínum hérna nálægt sem sló á það mesta, en það tók mest allan daginn að losna við þetta helv... Í dag hef ég verið ansi aumur í öxlunum og ferlega slappur, en þó laus við ógleðina og hausverk. Ég lét lækni kíkja á mig í dag á sama tíma og ég fór með Matthías út af hans krankleika. Samkvæmt lækninum þá er ég alveg ofurspenntur og fékk bólgueyðandi og ráð. Matthías sem betur fer er ekki með eyrnabólgu eins og við Sólrún óttuðumst og mun líklega ná sér fljótlega. Hann hefur hóstað úr sér öll helstu líffæri að auki síðustu daga. Frekar ljótur hósti, en það á víst að lagast líka samkvæmt lækninum.
Ég fékk svo að vita það að ég kæmi ekki til greina í stöðu hjá Kaupþingi í dag. Ég fór í símaviðtal þar á þriðjudag og satt að segja var nokkuð vongóður eftir það símtal. Satt að segja bara nokkuð bjartsýnn, en alveg eins og íslenska landsliðið þegar það er 8 mörkum yfir þá var þetta of gott til að vera satt. Ég er hálfdapur í dag og finnst mér ég vera síðasti kalkúnninn í borðinu. Hund, hundleiðinlegt ástand. Ég þarf að rífa mig upp aftur eða eins og pabbi sagði "rétta úr kryppunni".
Fólk hefur keppst við að segja mér að þetta komi og ég kann vel að meta það, en satt að segja þá finnst mér ég nú ekki hafa of mikla trú á því þessa dagana. Ég hef fengið eiginlega of mörg "nei" upp á síðkastið. Sjálfsagt margir í verri stöðu en ég, en mér líður samt illa yfir þessu öllu saman.
Þannig að í dag ætla ég að leyfa mér að vorkenna sjálfum mér til hins ýtrasta og jafnvel ítrasta og sleikja sárin.
Lifið heil!
Arnar Thor
Ummæli
kv Munda
Rúnabrúna...
Afsakið orðbragðið.
Vona þó að London-sendingin hressi þig við :)
g